Search for European Projects

Stefnumótun frumgreinadeildar Háskólans í Reykjavík
Start date: Sep 1, 2014, End date: Sep 1, 2016 PROJECT  FINISHED 

í framhaldi af nýjum reglum um aðfaranám að háskólanámi var tekin ákvörðun í frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík að endurskoða og stytta námið. Forstöðumaður deildarinnar ásamt starfsfólki sínu ákváðu að fara í markvissa stefnumótun og má segja að Erasmus+ styrkurinn hafi átt hvað stærstan þátt í að farið var út í alla þessa vinnu síðastliðin tvö ár. Haldnir voru margir fundir í upphafi vinnunnar og farið yfir hvernig starfshópurinn gæti sem best endurskipulagt námið. Við leituðum til sérfræðinga í stefnumótun til að leiða vinnu hópsins. Sá sem leiddi vinnuna í upphafi var Dr. Þórður Víkingur Friðgeirsson dósent við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Undir hans handleiðslu voru haldnir nokkrir undirbúningsfundir þar sem hann leiddi starfshópinn í ákveðnu vinnuferli og eftir ákveðinni aðferðarfræði. Þegar hópurinn hafði náð ákveðnu stigi í vinnuferlinu var haldin vinnuhelgi úti á landi, nánar tiltekið á hótel Glym. Sú vinna skilaði mjög góðri greiningarvinnu sem hópurinn hélt svo áfram með að vinna að í endurskipulagningunni. Ákveðið var að fara út í stórar og viðamiklar skoðanakannanir bæði meðal útskrifaðra nemenda, núverandi nemenda og þeirra sem höfðu hætt námi. Þegar hér var komið sögu höfðum við sótt um Erasmus+ styrk til að heimsækja Danmarks Tekniske Universitet (DTU) en þeir bjóða upp á sambærilegt nám. Á þeim 50 árum sem frumgreinadeildin hefur verið starfandi hefur hún ávallt horft til DTU sem fyrirmynd að náminu og var þetta því kjörið tækifæri til að leita í smiðju þeirra. Ferðin til Danmerkur var mjög gagnleg og góður samanburður á þessum tveimur stofnunum. Þó einungis hafi verið sótt um styrk til að heimsækja DTU fór hluti starfsfólksins til Óðinsvéa og heimsótti háskóla þar sem býður upp á sambærilegt nám (Syddansk Universitet). Eftir ferðina til Danmerkur hófst markviss vinna við endurskipulagninguna. Haldnir voru margir skipulagsfundir með starfsfólki frumgreinadeildar og forstöðumaður hélt fundi með forsvarsmönnun háskóladeildanna með það að leiðarljósi að námið tæki mið af hæfniviðmiðum deildanna. Eftir þá vinnu voru breytingarnar kynntar fyrir háskólaráði og öðru starfsfólki skólans. Reglulega á þessu skólaári, fyrsta ári nýs skipulags, hafa verið haldnir svokallaðir rýnifundir með nemendum þar sem nemendur gátu komið með ábendingar um hvað hefði gengið vel og hvað mætti betur fara. Einnig hafa reglulega verið haldnir rýnifundir með starfshópnum. Til að fara með markvissum hætti yfir stöðuna í breytingarferlinu fengum við enn og aftur sérfræðing okkur til aðstoðar. Að þessu sinni var það Ketill Berg Magnússon framkvæmdastjóri Festu sem var fenginn til að vinna með hópinn á vinnudegi. það var álit allra sem tóku þátt í vinnufundinum að hann hefði verið mjög gagnlegur og skilaði því vel hver næstu skref þyrftu að verða. Frá Danmerkurheimsókninni hafa verið regluleg samskipti á milli okkar og viðtökuskólans. Einn úr þeirra hópi heimsótti Háskólann í Reykjavík til að kynna sér hvernig til hefði tekist með nýja skipulagið í frumgreinadeild, sérstaklega lotufyrirkomulagið sem komið var á í tilteknum stærðfræðiáfanga og hann hafði hug á að hrinda í framkvæmd hjá þeim í Danmörku. Það að fá þennan styrk varð til þess að okkur tókst að hrinda breytingunum í framkvæmd. Þetta hefur styrkt mjög samskipti við aðila í Danmörku og ljóst að aukið samstarf verður við þá í framtíðinni.
Up2Europe Ads

Coordinator

Details

1 Partners Participants